Björgólfur Thor Björgólfsson

Fréttir

Aldrei hluthafi í WOW - 3.6.2019 Fréttir

Í nýútkominni bók um ris og fall WOW flugfélagsins er ég ranglega kallaður hluthafi í félaginu, eða öllu heldur að ég hafi verið orðinn hluthafi í því á síðustu dögum starfsemi þess, í krafti þátttöku minnar í skuldabréfaútboði WOW á haustdögum 2018.

Hið rétta í málinu er, að fyrsta og eina aðkoma mína að WOW var að ég féllst á að kaupa skuldabréf fyrir 3 milljónir evra í september sl. Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen. Eins og allir vita hafði hann unnið þrekvirki við uppbyggingu félagsins en stóð frammi fyrir miklum vanda. Þessar 3 milljónir evra voru greiddar í peningum 26. september sl. Allt frá stofnun félagsins til gjaldþrots þess var þetta eina aðkoma mín að því.

Hvorki ég né nokkrir á mínum vegum tóku nokkurn tímann þátt í þeim viðræðum sem WOW átti við mögulega nýja fjárfesta.

Hvorki ég né nokkur á mínum vegum átti nokkru sinni sæti í kröfuhafaráði WOW. Ég samþykkti hins vegar þær tillögur sem lagðar voru fyrir skuldabréfaeigendur, um hugsanlega breytingu krafna í hlutafé, í þeim tilgangi að bjarga verðmætum, öllum til hagsbóta. Forsenda þeirra tillagna var að nýir fjárfestar kæmu með hlutafé inn í félagið. Það gekk ekki eftir.

Rétt eins og aðrir skuldabréfaeigendur hef ég nú lýst kröfu í þrotabú WOW. Sú staðreynd ein staðfestir að ég var ekki hluthafi í félaginu.

Það er missir að WOW og leitt að ekki hafi tekist að koma félaginu fyrir vind. Ég leyfi mér þó að vona að umfjöllun um málefni félagsins verði rétt og sanngjörn og að rangfærslur, á borð við þá að ég hafi verið hluthafi í WOW eða átt einhverja aðkomu þar aðra en kaup á skuldabréfum sl. haust, heyri sögunni til.

Örsmá króna, ábyrgðarleysi og brask - 8.10.2018 Fréttir

Ekki hefur farið framhjá nokkrum manni að 10 ár eru liðin frá hruninu. Áratugur ætti að vera nógu langur tími til að menn nái skýrri sýn á atburði, en því miður eru sárin það djúp að fólk er enn að deila um orsakir og hverjir séu helstu sökudólgar og verða eflaust að því minnst 10 ár til viðbótar.

Lesa meira

Blekkingum beitt gegn þjóðinni - 5.10.2018 Fréttir

Ríkisstjórn Íslands átti möguleika á að bjarga einum bankanna haustið 2008, með því að fara að hugmyndum breska fjármálaeftirlitsins um að koma Icesave innlánsreikningum Landsbankans hið snarasta undir breska lögsögu. Til þess að svo yrði þurfti Landsbankinn 200 milljón punda fyrirgreiðslu frá Seðlabanka Íslands. En forsætisráðherra var blekktur til að samþykkja miklu hærra lán til Kaupþings. Allur gjaldeyrisforðinn rann þar á einu bretti í vafasamar björgunaraðgerðir Kaupþingsmanna, þar sem helsta markmiðið var að tryggja stjórnendum bankans, mönnum sem höfðu stýrt skráðu félagi í örfá ár, milljarða í eigin vasa.

Lesa meira

Stoltur af CCP - 12.9.2018 Fréttir

Tilkynnt var um kaup Pearl Abyss á öllu hlutafé í CCP fyrir helgina. Novator hefur verið stærsti eigandi leikjaframleiðandans frá 2005, eða í 13 ár. Allan þann tíma hefur hugmyndaauðgi og kraftur einkennt starf CCP, allt frá því að nokkrir tugir starfsmanna unnu að þróun fyrstu leikjanna og þar til nú, að þetta stórfyrirtæki sinnir hundruðum þúsunda viðskiptavina um allan heim. Ég er sannfærður um að CCP mun halda áfram á sömu braut í eigu suður-kóreska fyrirtækisins Pearl Abyss og er stoltur af því magnaða fyrirtæki, sem nú eignast nýja bakhjarla.

Lesa meiraAthyglisvert

Frá bankahruni til byltingar

Vanmat eða vanþekking - Kaupþingi treyst en Landsbankinn tortryggður - Umsögn um bók Árna Matt

Salan á VÍS

Salan á VÍS kallaði á margar spurningar! Fátt um svör.

Gjaldeyrisviðskipti

Fyrirtæki tengd Björgólfi Thor keyptu íslenskar krónur fyrir 400 milljónir evra

Peningar til og frá Íslandi

Lesið um hverjir komu með peninga til Íslands á árunum 2002 - 2007

Samningurinn um einkavæðingu LÍ

Lesið samninginn

um kaup Samson á hlut ríkisins í Landsbankanum frá 2003

Fall Straums óútskýrt

Afhverju fékk Straumur ekki að fara í greiðslustöðvun?
Atburðarás

Aðdragandi hrunsins á Íslandi

Hver sagði hvað? Hver gerði hvað?

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica