Einkavæðing bankanna

Einkavæðing bankanna

Rangar "fréttir" - 22.8.2010 Fréttir

Mig langar að þakka enn og aftur góð viðbrögð við þessum vef. Flestir hafa góðan skilning á tilgangi hans, þ.e. að skapa mér vettvang til að koma óbjöguðum upplýsingum á framfæri við almenning á Íslandi. En þeir eru líka ýmsir, sem hafa uppi stór orð um áróður og gefa í skyn að fjölmiðlum einum sé treystandi til að fjalla um mín mál og hafa jafnvel fyrir satt að almannarómur ljúgi aldrei. En er það svo? Hér er rétt að nefna nokkrar af þeim röngu „fréttum“, sem hafa verið mest áberandi frá hruninu og sem mikilvægast hefur verið að leiðrétta. Eftir þann lestur getur fólk svarað þeirri spurningu, hvort ég geti treyst á aðra  til að koma réttri mynd af mér og viðskiptum mínum til skila.

Meira

Lán í Búnaðarbanka að fullu greitt 2005 - Landsbankinn greiddur að fullu 2003 - 9.3.2010 Yfirlýsingar

Á föstudag í síðustu viku fengum við send afrit af kvittunum fyrir fullnaðargreiðslu á láni sem Samson tók í apríl 2003 vegna greiðslna á 35% af kaupverði á 45,8% hlut í Landsbankanum. Fjölmiðlar hafa haldið því fram að það lán væri ógreitt og þess vegna væri Samson í raun ekki búið að borga fyrir Landsbankann. Þetta er rangt. Samson greiddi íslenska ríkinu að fullu árið 2003 samtals 139 milljonir bandaríkjadala fyrir hlut sinn í Landsbankanum. 65% þeirrar fjárhæðar kom úr vasa okkar, eigenda félagsins, - 35% voru fengin að láni í Búnaðarbanka Íslands eins og kaupsmningur við ríkið heimilaði og var það lán greitt að fullu í apríl 2005.

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica