Atburðarás í aðdraganda og hruni


Rás atburða
Rás atburða

Mán. 29. 9. 2008

 • Kl. 5: Stærstu hluthafar í Glitni vaktir og beðnir að skrifa undir yfirlýsingu um að þeir muni samþykkja björgunaraðgerðina á næsta hluthafafundi. Samþykkið fæst og því tekur ríkið við á næsta hluthafafundi.
 • Kl. 9.30: Seðlabankinn tilkynnir að ríkið muni/hafi eignast 75% í Glitni. Blaðamannafundur í Seðlabankanum í kjölfarið.
 • Tilkynning um yfirtöku ríkisins á 75% í Glitni hafði neikvæð áhrif á markaði þar sem í henni fólst fyrst og fremst mat á að ríkissjóður hefði metið þörf á eigin fé en ekki lausafé og þrátt fyrir aðkomu ríkissjóðs væri Glitnir enn mjög veikburða, bæði með tilliti til eiginfjár og lausafjár. Hlutafjárframlag ríkisins, sem nam 600 milljónum evra, næði vart til að jafna beint tap Glitnis af niðurfærslu hlutafjár og þar með að styrkja eiginfjárstöðu bankans þótt nýtt lausafé kæmi til.
 • Lárus Welding, forstjóri Glitnis og Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður ganga á fund forsætisráðherra.
 • Kl. 11.30: Stoðir biðja um greiðslustöðvun.
 • Kl. 12: Blaðamannafundur í stjórnarráðinu.
 • Kl. 12: Farið yfir málið á bankaráðsfundi í Landsbankanum og áhrif aðgerðarinnar á Landsbankann rædd. Talið var víst að lækkun á verðmæti veða í hlutabréfum í Glitni hefði neikvæð áhrif á Landsbankann.
 • Um kvöldið: Bankastjórar Landsbanka, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson og Björgólfur Thor Björgólfsson funda með forsætisráðherra í forsætisráðuneytinu og lýsa hugmyndum um sameiningu við Glitni.
 • Seint um kvöld: Glærukynning fyrir forsætisráðherra.
 • Ítrekað að samruni LÍ og Glitnis, með aðkomu ríkisins, væri líklegasta leiðin til að tryggja kerfislegan stöðugleika og alþjóðlega fjármögnun.
 • Við núverandi aðstæður myndi ríkissjóður þurfa að útvega Glitni verulegt viðbótar eigið fé og lausafé. Hættan á alvarlegum kerfisvanda væri því enn til staðar.
 • Sigurður Einarsson: Aðfaranótt mánudags: Sigurður hringir í iðnaðarráðherra og forsætisráðherra og biður þá í lengstu lög að viðhafa ekki þessa aðferðafræði við þjóðnýtingu Glitnis. Hlaut engan hljómgrunn.
 • Kl. 21-22: Björgólfur Thor, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson ganga úr forsætisráðuneytinu yfir í höfuðstöðvar Landsbankans.
 • Næturlangur fundur Björgólfs Thors, Sigurjóns Árnasonar, Halldórs J. Kristjánssonar, Williams Falls forstjóra Straums og Óttars Pálssonar, forstöðumanns lögfræðisviðs Straums, í Landsbanka.
 • Gengi krónunnar lækkar um1,56%.
 • Úrvalsvísitalan lækkar um 4,82%.
Rás atburða

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica