Atburðarás í aðdraganda og hruni


Rás atburða
Rás atburða

Þri. 20. jan 2009

  • Fyrsti fundur Alþingis eftir jólafrí hefst kl. 1.30.
  • Raddir fólksins hafa boðað til mótmælastöðu við Alþingishúsið í dag. Í fréttatilkynningu frá Röddum fólksins kemur fram að með þessu móti vilji samtökin verða við óskum almennings um að standa fyrir háværum en friðsamlegum mótmælum í miðri viku.„Fólk er hvatt til að hafa með sér söngbækur, sleifar, potta og pönnur, hrossabresti og flautur og allt hvaðeina sem nota má til að framleiða hávaða. Gera má ráð fyrir að mótmælastaðan taki rúman klukkutíma. Íslendingar verða að vekja þingheim af þyrnirósarsvefni. Nauðsynlegt er að lýðræðiskjörnir fulltrúar fólksins hætti að hunsa kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins verða að víkja tafarlaust og ríkisstjórnin verður að segja af sér og boða til kosninga hið fyrsta."
  • Mótmæli Radda fólksins standa allan daginn. Morgunblaðið segir að á annað þúsund manns hafi safnast saman um daginn en þegar leið á kvöldið voru þar á sjótta þúsund manns. Ásetningur mótmælenda var að skapa hávaða og hafa áhrif á störf Alþingis. Það tókst. Slagorðið "vanhæf ríkisstjórn" heyrist víða.
  • Morgunblaðið greinir frá því daginn eftir að pelsklæddar konur, foreldrar með börn, fólk á miðjum aldri og eldra hafi mætt með potta, pönnur, flautur, blístru og hrossabresti.
  • Til átaka kemur á milli mótmælenda og lögreglu sem beitti hlífðarskyldum og piparúða.
  • Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, gerir ekki athugasemdir við mótmælin.
Rás atburða

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
             


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica