Rás atburða
Mán. 26. jan 2009
- Geir Haarde, forsætisráðherra, greinir frá því að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samsylkingar sé lokið.
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, setti það sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi að Geir og hún myndu stíga til hliðar og Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfsaldursforseti þingsins og félagsmálaráðherra, tæki við verkstjórn í ríkisstjórn eins og hún komst sjálf að orði. Geir Haarde hafnaði því boði.
- Morgunblaðið segir að létt sé yfir þingmönnum eins og þeir séu lausir úr vondu hjónabandi.
- Forseti ræðir við formenn stjórnmálaflokkanna.
- Framsóknarflokkurinn hefur áður lýst yfir stuðningi við minnihlutastjórn.