Rás atburða
Fim. 23. 4. 2009
- Utanríkismálanefnd Alþingis hefur, að beiðni Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, verið boðuð til fundar í fyrramálið. Ræða á trúnaðargögn sem varða samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda í svokölluðu Icesave-máli dagana 3.-6. október 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur heimilað aðgang utanríkismálanefndar að gögnunum.