Atburðarás í aðdraganda og hruni


Rás atburða
Rás atburða

Þri. 30. 09.2008

 • Kl. 9.30-12.30: Fundur í ríkisstjórn þar sem seðlabankastjóri fer með stjórninni yfir atburði á fjármálamarkaði.
 • Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigendi Glitnis, segir mesta bankarán sögunnar hafa átt sér stað.
 • Kl. 12.30: Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, segir að sameining Glitnis og Landsbanka sé óraunhæf.
 • Kl. 12.30: Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, vill ekki tjá sig um hvað hafi farið fram á fundi sínum með Landsbankamönnum kvöldið áður. Segir að þar hafi þó ekki verið farið með formlegum hætti fram á sameiningu Landsbanka og Glitnis.
 • Fyrsti fundur forsvarsmanna Landsbankans með forsvarsmönnum helstu lífeyrissjóða, þar sem meðal annars var rætt um mat á áhrifum af þjóðnýtingu Glitnis á hina kerfisbankana. Virtust fulltrúar lífeyrissjóðanna telja að Landsbankinn gæti verið í hættu vegna þróunar á innlánum, meðal annars vegna hinnar miklu neikvæðu umræðu. Staða Landsbankans gaf ekki tilefni til þess nema það yrði mikið áhlaup.
 • Að kvöldi: Bankaráð Landsbankans samþykkir samkomulag milli bankans og Straums um kaup hins síðarnefnda á fyrirtækjum Landsbankans á sviði fjárfestingabankaþjónustu og verðbréfamiðlunar í Evrópu. Tilgangur: að mæta verulega tapi vegna yfirlýsingar um þjóðnýtingu Glitnis. Með þessu taldi yfirsjórn bankans að fram næðust öll meginmarkmið áður fyrirhugaðs samruna Landsbanka og Straums. Með sölu á fjárfestingabankastarfsemi í Evrópu væri áhættustig bankans minnkað og fyrirtækja- og viðskiptabankastarfsemi styrkt.
 • Matsfyrirtækin lækka lánshæfismat íslenska ríkisins og þá umleið bankanna.
 • Viðhorfin til Íslands veikjast hratt. S&P, Fitch og R&I lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum.
 • Samkvæmt tilkynningu frá S&P staðfesti þessi aðgerð ríkissjóðs áhyggjur fyrirtækisins af háum erlendum skuldbindingum íslenska fjármálakerfisins og þeim óbeinu ábyrgðum sem ríkissjóður bæri vegna þeirra.
 • Fitch lækkaði lánshæfismat bankanna um tvö til þrjú þrep og var ástæðan sögð liggja í erfiðu rekstrarumhverfi sem ólíklegt væri að myndi batna á næstunni. Þótt íslenska ríkið ætlaði ekki að eiga hlutinn í Glitni í lengri tíma yrði ekki auðvelt að selja hann í bráð, álagið á fjármálakerfið væri mikið og hugsanlega yrði erfitt að veita umtalsverða lausafjárfyrirgreiðslu við núverandi markaðsaðstæður.
 • Miklar lækkanir á hlutabréfamarkaði í vikunni og lækkaði Úrvalsvísitalan um 16,6% þriðjudaginn 30. september, sem var mesta lækkun á einum degi frá upphafi.
 • Skuldatryggingaálag ríkisins hækkar um 175 punkta og er 570 punktar.
 • Gengi krónunnar lækkar um 1,82%.
 • Úrvalsvísitalan lækkar um 16,59%.
Efnisvalmynd
Rás atburða

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica