Atburðarás í aðdraganda og hruni


Rás atburða
Rás atburða

Sun. 28. 9. 2008

 • Björn Ingi: Hver var aðkoma þín að þessu máli? Þú sast ekki þessa örlagaríku fundi, eða hvað, í Seðlabankanum?
 • Björgvin G. Sigurðsson: Nei. Ég frétti bara af þessu síðdegis á sunnudegi þegar annar ráðherra og minn aðstoðarmaður sem efnahagsráðgjafi flokksins voru kallaðir þarna inn. Þannig að aðkoma okkar að þessu var í sjálfu sér lítil sem engin og það var líka óeðlilegt. Af því að auðvitað hefði, ef að Seðlabankinn ætlaði þessa leið þá átti að sjálfsögðu að kalla alla ráðherra sem að að þessu komu saman mikið fyrr til fundar heldur en að menn gangist nánast að gjörðum hlut síðdegis á sunnudegi þegar að litlu er hægt að breyta og einhver atburðarás á einhverju hástigi.
 • Björn: Finnst þér skrítið að almenningur furði sig á því að bankamálaráðherrann hafi t.d. ekki verið á þessum fundum í ljósi þess að þú ferð þó með ráðuneyti bankamála? Finnst þér skrítið að það sé hægt að setja spurningamerki við það að þú hafir ekki verið viðstaddur af hálfu Seðlabankans?
 • Björgvin G. Sigurðsson: Nei ég held að það sé hægt að setja spurningamerki við þessa atburðarás alla. Mér finnst hvernig Seðlabankinn gekk fram í þessu máli mjög sérkennilegt og þarf að rannsaka það mjög ítarlega af hverju var svona staðið að málum. Af hverju var ríkisstjórnin eða sá hluti hennar sem að kemur að þessum málum, ekki allur kallaður til leiks fyrr um helgina í staðinn fyrir að mönnum er rutt inn í þessa atburðarás á einhverjum lokaspretti.
 • Á hádegi var Björgólfur Thor Björgólfsson upplýstur um að eitthvað væri á
  seyði varðandi Glitni. Glitnismenn hefðu leitað ásjár í Seðlabanka, en eitthvað þótti
  brogað við atburðarásina. Björgólfur Thor var þá staddur hér á landi í einkaerindum, en
  hann kom ekki að rekstri Landsbankans og hafði ekki átt sæti í bankaráðinu, en var
  formaður stjórnar eignarhaldsfélagsins Samson, sem fór með 42% hlut í Landsbankanum.
 • Um kl. 15: Landsbankinn sendir tillögu #1 til lausnar á lausafjárvanda Glitnis til forsætisráðherra og Seðlabankastjóra. Í tillögunni fólst:
 • Að ríkissjóður kæmi með 100 ma. hlutafjárframlag í Glitni og fengi 52% í félaginu.
 • Að Seðlabankinn veitti Landsbankanum tímabundið 300-450 ma. lánafyrirgreiðslu sem Landsbankinn myndi nota til að leysa úr lausafjárvanda Glitnis.
 • Að ríkissjóður keypti hluta af eignum hins sameinaða banka. Að hinn nýi sameinaði banki reyndi að selja eignir ogdraga þannig saman efnahagsreikning sinn.Að hinn nýi banki tæki yfir samrunaviðræður Glitnis og Byrs.
 • Eignarhald nýja bankans hefði verið svohljóðandi: Hluthafar Glitnis um 18%, ríkissjóður um 19%, hluthafar Landsbankans um 40% og hluthafar Straums um 23%.
 • Tillagan gerði ráð fyrir samruna Landsbankans og Glitnis, að hlutabréf í Glitni yrðu skrifuð niður um helming og að ríkið kæmi með nýtt hlutafé og tryggði tiltekinn lausafjárstuðning.
 • Sigurður Arngrímsson, yfirmaður hjá Morgan Stanley Lonodon mun hafa átt fund með Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, og gagnrýnt harkalega áform Seðlabankans. Davíð mun hafa brugðist mjög reiður við aðvörunarorðum Sigurðar
 • Um kl. 16: Allir Seðlabankastjórar ganga á fund forsætis- og fjármálaráðherra. Fundi lýkur um kl. 18.
 • Um kl. 20: Landsbankinn sendir Seðlabankanum og forsætisráðherra aðra tillögu að lausn lausafjárvanda Glitnis. Í tillögunni fólst:
 • Að ríkissjóður kæmi með 200 ma. hlutafjárframlag í Glitni og fengi 40% í félaginu. Glitnir yrði sameinaður Landsbanka og Straumi.
 • Að Seðlabankinn veitti Landsbankanum tímabundið 300-450 ma. lánafyrirgreiðslu sem Landsbankinn myndi nota til að leysa úr lausafjárvanda Glitnis.
 • Að ríkissjóður keypti hluta af eignum hins sameinaða banka.
 • Að hinn nýi sameinaði banki reyndi að selja eignir og draga þannig saman efnahagsreikning sinn.
 • Að starfsemi nýja bankans í Bretlandi yrði færð við fyrsta tækifæri yfir í dótturfélag, svo Icesave-reikningarnir væru alfarið undir bresku innlánstryggingakerfi.
 • Að hinn nýi banki tæki yfir samrunaviðræður Glitnis og Byrs.
 • Eignarhald nýja bankans hefði verið svohljóðandi: Hluthafar Glitnis 0%, ríkissjóður um 40%, hluthafar Landsbankans um 40% og hluthafar Straums um 20%.
 • Hin síðari tillaga byggði því á sama grunni og sú fyrri, með þeim breytingum að ríkissjóður kæmi með 200 ma. hlutafjáraukningu og fengi fyrir 40% hlut í félaginu, bréf í Glitni yrðu skrifuð enn frekar niður og að hluti ríkisins yrði metinn hærri en í hinni fyrri tillögu. Einnig kemur fram að starfsemi bankans í Bretlandi yrði við fyrsta tækifæri færð yfir í dótturfélag.
 • Landsbankamenn vara við þjóðnýtingu Glitnis. Rökstuðningur sem tillögunum fylgdi var á þá leið að nauðsynlegt væri að ráðast í aðgerð sem þessa til að ná fram hagræðingu í bankarekstri og styrkingu á eigin fé og lausu fé. Hætta á verulegum kerfisvanda í íslenska bankakerfinu fylgdi yfirtöku Glitnis.Sameining bankanna í einn banka, með sterkt eiginfjárhlutfall og aðild ríkissjóðs, myndi styrkja fjármögnunargrundvöll hans til framtíðar og bæta samkeppnisstöðu hans með tilliti til alþjóðlegra innlána, þ.m.t. Icesave-reikninganna. Með aðgerðinni mætti því ná fram jákvæðum viðhorfum á alþjóðlegum mörkuðum þar sem vandi Glitnis yrði leystur með aðgerð sem styrkti íslenska kerfið og greiddi úr lausafjárvanda Glitnis sem vel var þekktur á markaði.
 • Engin viðbrögð bárust frá Seðlabanka eða ríkisstjórn vegna síðari tillögu Landsbankans.
 • Um kvöldið: Boðað til skyndifundar í Seðlabankanum. Fundinn sitja: Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslyndra. Fundi lýkur kl. 24.15.
 • Sigurði Einarssyni, starfandi stjórnarformanni Kaupþings, var mjög áhyggjufullur er hann
  fékk þessar fregnir. Sagði hann svo frá í sjónvarpsviðtali að hann hefði hringt í Össur
  Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra aðfararnótt 29.
  september og beðið þá í lengstu lög að þjóðnýta ekki bankann. Ráðherrar hefðu þó
  daufheyrst við málaleitunum stjórnarformanns Kaupþings.
 • Um kvöldið: Fulltrúar allra bankanna þriggja funda með bankastjórum Seðlabankans.
 • Um kl. 20: Lárus Welding bankastjóri Glitnis og Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans mæta til fundar í Seðlabankann ásamt Gesti Jónssyni lögmanni. Yfirgefa bankann um kl. 23.15.
 • Fundahöld í Glitni alla nóttina.
Rás atburða

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica