Til þeirra er málið varðar
Fréttir

Heimili til margra ára ekki skráð á eignarhaldsfélag

14.12.2009 Fréttir

Í fréttum Sjónvarps í gærkvöld var frétt um híbýli íslenskra auðjöfra“ í London og sagt í inngangi að þau væru ýmist skráð á “eiginkonur eða eignarhaldsfélög”. Fyrsta heimilið sem fjallað var um í þessari frétt var heimili mitt. Sökum þess að umrætt heimili mitt til níu ára hefur alltaf verið skráð á mig og konu mína sendi ég fréttastofu Ríkisútvarpsins örfáar línur til upplýsingar.

"Ágæta fréttastofa Ríkisútvarps.

Í fréttum Sjónvarps í gærkvöld var frétt um híbýli íslenskra auðjöfra“ í London og sagt í inngangi að þau væru ýmist skráð á “eiginkonur eða eignarhaldsfélög”. Fyrsta heimilið sem fjallað var um í þessari frétt var heimili mitt. Af þessu tilefna vil ég koma á framfæri eftirfarandi við fréttastofu Ríkisútvarpsins:

Ég keypti umrædda húseign fyrir réttum níu árum eða í árslok 2000 og var hún þinglýst sem mín eign í janúar 2001. Lengst af hefur húsið verið heimili fjölskyldu minnar og alla tíð hefur hún verið skráð á mig og persónulega. Þar hef ég ekkert verið að fela og engin eignarhaldsfélög eða skattaskjól þar á ferð. Ég hafði verið búsettur erlendis í langan tíma þegar ég keypti þessa eign og voru kaupin alfarið fjármögnuð af mér og erlendum bönkum og hafa íslenskir bankar aldrei komið þar nærri. Það var síðan þremur árum síðar að ég hóf fjárfestingar á Íslandi, þar á meðal í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Af þessu má ljóst vera að heimili fjölskyldu minnar í London tengist ekki á nokkrun hátt íslenskum bönkum eða hruni íslenska bankakerfisins eins og skilja mátti í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi.

Eg vill halda þessu til haga og tel það fráleitt að tengja heimili mitt til margra ára “útrás” og “bankahruni” á nokkurn hátt.

Virðingarfyllst,

Björgólfur Thor Björgólfsson"RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica