Til þeirra er málið varðar
Fréttir

Samkomulag eykur virði eigna Landsbankans

23.8.2010 Fréttir

Samkomulag skilanefndar Landsbankans við Björgólf Thor Björgólfsson, Actavis og Landsbankann í Lúxemborg hefur aukið virði eignasafns bankans um 6%. Þetta kom fram í kynningu skilanefndar Landsbankan fyrir kröfuhafa bankans í morgun, mánudag. Á Vísir.is kemur fram að endurheimtur hefðu aukist um 64 milljarða króna og segir þar að samningar við Björgólf Thor skipti mestu. Þá segir á mbl.is að áætlað verðmæti eignasafns skilanefndar sé 1,177 milljarðar króna.

Í kynningu skilanefndarinnar kemur fram að meginástæðan fyrir hækkandi endurheimtum séu samningar sem gerðir hafa verið á tímabilinu, t.d. samningar um eignir í dótturfélagi bankans í Lúxemborg, en einnig samningar við Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki tengd honum. Með þeim samningum hafi tekist að undirbyggja eignarsafnið betur og treysta grundvöll þess. Þar með dragi úr óvissu, meiri stöðugleiki skapast og möguleikar aukist á bættum endurheimtum í framtíðinni.RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica