Til þeirra er málið varðar

Yfirlýsingar

Gleðileg jól og farsælt komandi ár - 24.12.2010 Yfirlýsingar

Ég óska öllum gestum vefjarins www.btb.is og fjölskyldum þeirra og vinum gleðilegra jóla. Þá óska ég þeim sem og Íslendingum öllum farsældar á nýju ári og ég þakka samskptin á árinu sem er að líða. Eins og mörg undanfarin ár var 2010 viðburðaríkt. Á þessu ári skýrðist margt - bæði hvað varðar fortíð og framtíð, og á það jafnt við um mig og vonandi allt íslenskt samfélag. Við breytum ekki fortíð en við getum haft áhrif á framtíðina. Og eins og góður maður sagði eitt sinn; framtíðin byrjar núna. Lifið heil.

Stefni að því að gera upp mínar skuldir - 19.4.2010 Yfirlýsingar

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er greint frá skuldum mínum í þeim íslensku bönkum sem ég var stór hluthafi í fram að yfirtöku ríkisins á þeim í október 2008 og mars 2009, - þ.e. Landsbankanum og Straumi. Vegna þessara umfjöllunar tel ég rétt að gera opinberlega grein fyrir lánum mínum í þessum bönkum og þá um leið leiðrétta rangfærslur sem finnast í skýrslunni en  nefndin óskaði hvorki eftir upplýsingum frá mér, né kallaði mig til viðtals og gaf mér því ekki kost á að svara þeim aðfinnslum eða rangfærslum sem að mér beinast. Þess vegna sendi ég í dag frá mér yfirlýsing og greinargerð til fjölmiðla þar sem kemur m.a. fram að ég stefni að því að gera upp mínar skuldir.

Meira

"Ég bið ykkur afsökunar" - 14.4.2010 Yfirlýsingar

Í kjölfar birtingar á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis fannst mér ástæða til að biðja Íslendinga afsökunar á mínum þætti í hruni íslenska fjármálakerfisins. Fréttablaðið birti grein frá mér sem hófst á þessum orðum: "Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar."

Meira

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt - 12.4.2010 Hrunið

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis

var kynnt í dag. Það sem kemur mér mest á óvart eftir kynninguna er hversu heildarniðurstaðan er skýr, - hegðun einstaka banka, stjórnenda þeirra og eigenda og sérfræðinga á þeirra vegum er áþekk þegar litið er um öxl. Ég á eftir að kynna mér efni skýrslunnar en sé í fljótu bragði að talsvert er um mig fjallað og er ég dálítið hissa á sumu því sem ég hef rekist á í ljósi þess að ég var ekki kallaður á fund nefndarinnar.

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica