Straumur-Burðarás
Straumur-Burðarás

Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. - öflugur banki með mikið eigið fé

Straumur-Burðarás varð til með sameiningu Straums og Burðaráss í september 2005. Við sameininguna varð til stærsti fjárfestingarbanki Íslands. Samanlagt áttu félög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar stærstan hlut í sameinuðum banka og varð Björgólfur Thor því stjórnarformaður hans.

Undir forystu Björgólfs Thors breytti Straumur um stefnu. Straumur varð alþjóðlegur banki með höfuðstöðvar og rætur á Íslandi. Fyrirtækið opnaði skrifstofur í Lundúnum, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, auk þess sem það keypti meirihluta í finnska bankanum eQ í júní 2007 og meirihluta í Wood and Company, leiðandi fjárfestingarbanka í Mið- og Austur-Evrópu.

Um leið var hafist handa við að minnka áhættu í rekstri Straums og breyta honum úr hreinræktuðum fjárfestingarbanka í banka sem reiddi sig í meira mæli á tekjur af þjónustu við viðskiptavini. Lykilþáttur í þessari þróun varð þegar William Fall var ráðinn forstjóri Straums í maí 2007. Með þeirri ráðningu leitaðist Straumur, undir forystu Björgólfs Thors, við að afla íslensku viðskiptalífi alþjóðlegrar reynslu, sem Björgólfi fannst vera tilfinnanlegur skortur á.

Straumur hlaut viðskiptabankaleyfi í ágúst 2007.

Hrun hinna íslensku viðskiptabankanna í byrjun október 2008 var mikið áfall fyrir rekstur Straums. Bankinn stóð þó af sér fárviðrið um stund, eða þar til 9. mars 2009, þegar skilanefnd tók rekstur bankans yfir.RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica