Straumur-Burðarás
Sameiningartilraunir

Tilraunir til að sameina Straum öðrum félögum

Margoft fóru fram viðræður um sameiningu Straums og annarra fjármálastofnana, hérlendis og erlendis, á meðan Samson Global Holding var kjölfestufjárfestir í bankanum. Markmiðið var að styrkja eiginfjárstöðu og fjármögnunarmöguleika fyrirtækjanna í sameinaðri fjármálastofnun, draga úr áhættu, hagræða í rekstri með samlegðaráhrifum og dreifa starfsemi landfræðilega.

Fyrst var sett fram tillaga um sameiningu Straums og Landsbankans í september 2006, en sem kunnugt er var Samson ehf., einnig í eigu félaga Björgólfs Thors og föður hans, kjölfestufjárfestir í Landsbankanum. Ekkert varð úr þeim viðræðum og ekkert heldur í júní 2007, september 2007 og nóvember 2007. Viðræður í ágúst og september 2008 skiluðu heldur engu. Í viðtali við Viðskiptablaðið í júlí 2010 við Björgólf Thor þar sem hann greinir frá ágreiningi sínum við Sigurjón Þ. Árnson annan þáverandi bankastjóra Landsbankann segir hann að hann hafi ekki náð því í gegn að sameina Landsbankann og Straum og koma reyndum erlendum að við stjórn bankans.

Í millitíðinni, í desember 2007, fóru fram umleitanir um að sameina Landsbanka, Straum og Glitni í einn sterkan viðskiptabanka. Í febrúar 2008 var rætt hvort sameina ætti Landsbanka, Straum og Close Brothers, breskan banka með fjölbreytta fjármálastarfsemi.

Í maí og september 2008 fóru fram viðræður um hugsanlegan samruna Straums og sænska fjárfestingarbankans Carnegie og í júlí sama ár hófust tilraunir til að sameina Straum og breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart. Að síðustu var rætt um hugsanlegan samruna Straums og Panmure Gordon, bresks fjárfestingabanka.

Tengd skjölRSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica