Tengdar fréttir á BTB.is

Samið um uppgjör allra skulda

Í kvöld var send fréttatilkynning frá Novator og mér um að lokið sé samningum við innlenda og erlenda lánardrottna um uppgjör allra skulda Novators og mín. Vonir standa til að skuldirnar verði að mestu greiddar upp eftir fimm til sex ár sem þýðir í raun að ég verð að vinna fyrir lánadrottna á meðan. Það er mikill léttir fyrir mig að hafa lokið þessum samningum og markar þetta áfanga í uppbyggingunni eftir hrun fjármálakerfisins á Vesturlöndum haustið 2008..
Lesa meira

Samningur um gagnaver í höfn

Alþingi Íslendinga samþykkti með 36 atkvæðum gegn 5 heimild til stjórnvalda um samninga um gagnaver Verne Holdings á Miðnesheiði á Reykjanesi. Samningarnir eiga að byggja á almennum ákvæðum um skattaívilnanir í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og sátt virðist ríkja um enda herma fréttir að starfsemi gagnversins geti dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum um 35%. Engu að síður hefur heimild þessi til Verne Holding verið umdeild vegna þess að ég er í hópi hluthafa. Þar sem ég var í hópi upphafsmanna að þessu verkefni og fékk erlenda meðfjárfesta að þessu verkefni vildi ég ekki að þátttaka mín yrði til þess að valda þeim tjóni. Því sendi ég bréf til iðnaðarnefndar  á meðan málið var í meðförum þingsins þar sem ég bauðst til þess að afsala mér öllum ávinningi af hugsanlegum samningum ríkisins við Verne Holding. Það tilboð mitt er hluti af samningum við ríkið og gleður það mig að mál þetta er nú í höfn og framkvæmdir geta hafist á nýjan leik. Hins vegar er ég enn þeirrar skoðunar að málatilbúnaður ýmissa þingmanna vegna þessa máls sé fyrir neðan alla hellur en sumur þeirra hafa þjófkennt mig í skjóli þinghelgi og siðferðisstefnur heilu stjórnmálahreyfinganna hafa verið rökstuddar með undarlegum ályktunum  um að ég sé ekki traustins verður.

Lesa meira

Spurningum DV svarað

Fréttastjóri DV, Ingi Freyr Vilhjálmsson, hafði við mig samband á miðvikudegi og sagðist vera að skrifa Nærmynd um mig og hvort ég væri reiðubúinn að svara fáeinum spurningum blaðsins sem sendar yrðu í tölvupósti. Áður hafði ég verið í samskiptum við blaðið vegna áhuga þess á viðtali við mig en ég hef ekki viljað fara í viðtöl á meðan ég hef verið að semja við kröfuhafa mína og því talsverð óvissa um mín mál og mína framtíð. Þar sem Nærmynd þessi yrði hvort eð er birt hugsaði ég með mér að ekki myndi skaða að svara fáeinum spurningum. Á endanum urðu spurningarnar fjölmargar og reyndi ég að svara þeim flestum. Blaðið birti nær allar spurningarnar og svörin í blaðinu í dag. Tveimur spurningum og svörum var sleppt er varðaði Icesave og einkavæðingu bankanna en þær birtust síðar á vef blaðsins.

Lesa meira

Stefni að því að gera upp mínar skuldir

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er greint frá skuldum mínum í þeim íslensku bönkum sem ég var stór hluthafi í fram að yfirtöku ríkisins á þeim í október 2008 og mars 2009, - þ.e. Landsbankanum og Straumi. Vegna þessara umfjöllunar tel ég rétt að gera opinberlega grein fyrir lánum mínum í þessum bönkum og þá um leið leiðrétta rangfærslur sem finnast í skýrslunni en  nefndin óskaði hvorki eftir upplýsingum frá mér, né kallaði mig til viðtals og gaf mér því ekki kost á að svara þeim aðfinnslum eða rangfærslum sem að mér beinast. Þess vegna sendi ég í dag frá mér yfirlýsing og greinargerð til fjölmiðla þar sem kemur m.a. fram að ég stefni að því að gera upp mínar skuldir.

Lesa meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica